David Beckham, goðsögn Manchester United og Englands, hefur tjáð sig eftir nýjustu myndbirtingu sonar síns.
Um er að ræða hinn 20 ára gamla Romeo Beckham sem er á mála hjá liði Brentford B sem er varalið Brentford sem leikur í úrvalsdeildinni.
Romeo birti mynd af sér snoðuðum á Instagram en hann vildi skarta sömu hárgreiðslu og faðir sinn á sínum tíma.
Eins og frægt er var David snoðaður um tíma en Romeo bað rakara sinn um nákvæmlega sömu hárgreiðslu sem heppnaðist nokkuð vel.
,,Lítur vel út,“ skrifar Beckham og merkir son sinn í færslunni ásamt því að bæta við hláturskalli.
Mynd af þessu má sjá hér.