fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Liverpool að fá Caicedo og gera hann að þeim dýrasta í sögu Bretlands

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 07:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool fengu miklar gleðifregnir í nótt því Moises Caicedo er á leið til félagsins frá Brighton.

Caicedo hefur verið gríðarlega eftirsóttur í allt sumar eftir frábæra frammistöðu með Brighton.

Hjá Brighton eru menn hins vegar harðir í horn að taka í samningaviðræðum og því alls ekki ódýr.

Liverpool greiðir 111 milljónir punda fyrir Caicedo og verður hann um leið dýrasti leikmaður sem keyptur er til bresks félags frá upphafi.

Chelsea hafði einnig verið á höttunum eftir Caicedo og var líklegra til að fá hann um tíma. Brighton gaf frest til miðnættis í gær til að bjóða í miðjumanninn og ákvað að hann færi til hæstbjóðanda, að því gefnu að gengið væri að verðmiða félagsins.

Þar kom í ljós að Liverpool var til í að greiða 111 milljónir punda en Chelsea aðeins 100 milljónir punda. Þá sagðist leikmaðurinn sjálfur vilja fara til Liverpool.

Jurgen Klopp hefur verið að endurnýja miðsvæði sitt í sumar. Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai eru þegar komnir, en sá fyrrnefndi kom einmitt frá Brighton.

Brighton keypti Caicedo á 4,5 milljónir punda frá Independiente del Valle í Ekvador og græðir því gríðarlega á leikmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“