Það er sjaldan lognmolla í kringum hnefaleikakappann Amir Khan.
Margir knattspyrnuáhugamenn muna eftir honum frá því í fyrra en þá kom hann sér í fréttirnar eftir að hafa hitt Sir Alex Ferguson og tekið mynd af sér með honum.
„Frábært að hitta Sir Alex Ferguson á Old Trafford. Hann er þekktastur fyrir að stýra Manchester United frá 1986 til 2013. Hann er víða þekktur sem einn besti knattspyrnustjóri allra tíma,“ skrifaði Khan við myndina, en glöggir tóku eftir að þetta er nákvæmlega það sem stendur á Wikipedia um Ferguson.
Khan kom sér aftur í bresku pressuna á dögunum fyrir að halda framhjá eiginkonu sinni, Faryal.
Hann hafði sent skilaboð á fyrirsætu og skrifað: „Þú lítur vel út í G-streng,“ áður en hann bað hana um nektarmyndir.
Þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem Khan er ótrúr eiginkonu sinni en hingað til hefur hún alltaf fyrirgefið honum. Hún virðist þó ekki ætla að gera það í þetta skiptið og eru þau sögð skilin að borði og sæng.
Enskir miðlar segja svo frá upptöku af Faryal öskra á konuna sem hann hafði verið í samkiptum við í gegnum síma.
„Ef þú hefur samband við Amir aftur mun ég skera þig á háls. Þú ættir að vera hrædd við mig. Ég vona að þú deyir úr krabbameini einn daginn,“ á hún að hafa sagt.