Það er svo sannarlega ekkert leyndarmál að stórstjarnan Vinicius Junior elski að eyða þeim peningum sem hann þénar hjá Real Madrid.
Vinicius er einn allra besti vængmaður heims en hann er þó langt frá því að vera einn launahæsti leikmaður Real.
Samkvæmt fregnum frá Spáni eru aðeins fjórir leikmenn í aðalliði Real sem fá minna borgað en brasilíski landsliðsmaðurinn.
Það stöðvar Vinicius ekki frá því að eyða peningum en hann hefur sést á margskonar bifreiðum í gegnum tíðina.
Samtals hefur Vinicius eytt um 50 milljónum króna í að versla bíla en sá dýrasti kostaði hann um 15 milljónir krónur sem er Audi e-tron Sportback 55.