Enska úrvalsdeildin fer af stað í kvöld en opnunarleikurinn er á milli Burnley og Manchester City.
Flestir búast við sigri Man City í þessum leik en liðið varð Englandsmeistari á síðasta tímabili og vann einnig Burnley sannfærandi í bikarnum sama tímabil.
Vincent Kompany, goðsögn Man City, er stjóri Burnley en hann kom liðinu upp í efstu deild í vetur.
Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley og byrjar leikinn á varamannabekknum.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Burnley: Trafford, Roberts, O’Shea, Beyer, Al-Dakhil, Berge, Vitinho, Cullen, Koleosho, Amdouni, Foster
Man City: Ederson, Lewis, Walker, Ake, Akanji, Rodri, Bernardo, De Bruyne, Alvarez, Foden, Haaland