Breiðablik er að fá skelfilega útreið í forkeppni Evrópudeildarinnar þessa stundina.
Það er hálfleikur í leik liðsins gegn bosínska liðinu Zrinjski í fyrri leik liðanna í 3. umferð. Leikið er ytra.
Staðan er 5-0 fyrir Zrinjski. Liðið var komið í 3-0 eftir hálftíma og Viktor Karl Einarsson fékk sitt annað gula spjald skömmu síðar. Heimamenn bættu svo við tveimur mörkum.
Ljóst er að frammistaða Blika er mikil vonbrigði. Hér að neðan má sjá umræðuna sem hefur skapast á samfélagsmiðlum.
Er þessi Blikaframmistaða eitthvað grín?
Þetta Bosníska lið er ekki svona gott, jesús.— Baldvin Borgars (@Baddi11) August 10, 2023
Ég get ekki meir af þessu
— Eysteinn Þorri (@eysteinnth) August 10, 2023
Það sem ég held að sjóði á Hrafninum núna eftir frammistöðu sinna manna til þessa herre gud!
— Rikki G (@RikkiGje) August 10, 2023
Úff.
— Henry Birgir (@henrybirgir) August 10, 2023
Djöfull er liðið mitt lélegt maður
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 10, 2023
RÍFIÐ YKKUR I GANG BLIKAR JESUS MINN EINI
— Freyr S.N. (@fs3786) August 10, 2023
Ég ætla að kenna hörku KRinga í síðasta deildarleik alfarið um þennan fyrri hálfleik í Bosníu.
— Jói Skúli (@joiskuli10) August 10, 2023
Þetta sem er í gangi í Bosníu, guð minn almáttugur #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 10, 2023
Óskar Hrafn er sá þjálfari í íslenska boltanum sem ég ber hvað mesta virðingu fyrir en það er eins og allar heimsins áhyggjur séu á herðum hans þessa dagana og hafa verið það nánast í allt sumar.
Það er eitthvað mikið í gangi á bakvið tjöldin í Smáranum. pic.twitter.com/xpH1ML5eor
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) August 10, 2023