Stuðningsmenn Juventus vilja ekki sjá framherjann Romelu Lukaku sem spilar með Chelsea á Englandi.
Lukaku vill komast burt frá Chelsea í sumar og vill enska félagið einnig selja en hann lék með Inter Milan í láni á síðustu leiktíð.
Inter hefur þó ekki áhuga á að ræða við Lukaku eftir að hann fór í viðræður við Juventus fyrr í sumar og fór þar á bakvið félagið.
Svokallaðir ‘Ultra’ stuðningsmenn Juventus hafa engan áhuga á Lukaku og mættu með skemmtilegan borða fyrir utan heimavöll liðsins.
,,Lukaku verður áfram í Milan, við erum nú þegar með varamarkmann,“ stóð á borðanum og var þar skotið hart á Belgann.
« Lukaku reste à Milan, nous avons déjà le second gardien » signée la Curva Sud 😅 pic.twitter.com/gnHeKIFao6
— Juventus FR (@Juve_France) August 8, 2023