Jude Bellingham hækkaði í áliti hjá mörgum stuðningsmönnum Real Madrid eftir að hann mætti í leigubíl á æfingu.
Eins og flestir vita gekk enski miðjumaðurinn í raðir Real Madrid frá Dortmund fyrr í sumar, en hann er einn sá besti í heimi í sinni stöðu.
Nýtt tímabil á Spáni hefst um helgina og heimsækir Real Madrid Athletic Bilbao.
Nú æfir liðið af kappi en sem fyrr segir mætti Bellingham í leigubíl á æfingu liðsins.
Flestir aðrir leikmenn mættu á rándýrum bílum og athæfi Bellingham því vinsælt á meðal stuðningsmanna.
Myndband af þessu er hér að neðan.
@alberam17 Bellingham humilde 🥵 #bellingham #taxi #realmadrid ♬ sonido original – EDIT DE TODO