William Gallas, fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, er á því máli að Arsenal geti ekki unnið ensku deildina í vetur.
Samkvæmt Frakkanum er Arsenal ekki með réttu leikmennina til að hafa betur gegn Manchester City sem fagnaði sigri á síðasta tímabili.
Reynslan er ekki of mikil í liði Arsenal sem hefur þó bætt við sig Declan Rice frá West Ham og er hann enskur landsliðsmaður. Kai Havertz kom frá Chelsea og hefur unnið Meistaradeildina.
Gallas telur að Arsenal verði í baráttunni um toppsætið en að þeir komist ekki alla leið annað árið í röð.
,,Ég er viss um að Arsenal komist nálægt því að vinna titilinn en ég er ekki á því máli að þeir verði meistarar í maí,“ sagði Gallas.
,,Að mínu mati vantar Arsenal ákveðna persónuleika og karaktera til að verða meistarar. Þetta eru eiginleikar sem liðið þurfti í lok síðasta tímabils.“