Fyrrum úrvalsdeildarleikamaðurinn Morgan Schneiderlin hefur óvænt rift samningi sínum í Tyrklandi.
Flestir muna eftir Schneiderlin úr ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann spilaði með Manchester United, Everton og Southampton.
Hann hefur undanfarin ár verið hjá Nice í Frakklandi en skrifaði undir hjá Konyaspor fyrir níu dögum.
Nú hefur samningi hans hins vegar verið rift. Kom þetta mörgum í opna skjöldu.
Félagið hefur nú útskýrt málið og sagt að Schneiderlin væri að fara af fjölskylduástæðum.
Óljóst er hvert næsta skref hans verður.