Rasmus Hojlund gekk á dögunum í raðir Manchester United frá Atalanta. Það var alltaf draumur hans að spila fyrir félagið.
United greiðir Atalanta 72 milljónir punda fyrir Danann tvítuga og eru mikla vonir bundnar við hann.
Hojlund sagði frá því í viðtali á dögunum að það hafi alltaf verið draumur hans að spila fyrir United og hefur hann sönnun þess efnis.
Sönnunin er skólaverkefni frá því hann var 10 ára gamall. Birti hann það á samfélagsmiðlium.
„Markmið mitt er að spila fyrir danska landsliðið og Manchester United,“ stóð í verkefninu.
Nú hafa báðir draumar ræst en Hojlund spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Danmörku í september á síðasta ári og eru þeir í heildina sex.