Nú er orðið ljóst að Aston Villa verður lengi án Emi Buendia en hann hlaut alvarleg hnémeiðsli á æfingu. Félagið horfir því á leikmannamarkaðinn eftir arftaka hans.
Þessi sóknarsinnaði leikmaður var í stóru hlutverki með Villa á síðustu leiktíð og er þetta því áfall fyrir liðið.
Nú er Villa farið í viðræður við Galatasaray um hugsanleg kaup á Nicolo Zaniolo.
Ítalinn hefur aðeins verið hjá tyrkneska liðinu síðan í janúar en hann kom frá Roma.
Talið er að hann myndi kosta Villa um 26 milljónir punda.
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Villa, Monchi, fékk Zaniolo til Roma er hann starfaði þar á sínum tíma.