Afturelding 1 – 2 Grindavík
0-1 Símon Logi Thasaphong (’37)
1-1 Aron Elí Sævarsson (’49, víti)
1-2 Óskar Örn Hauksson (’59, víti)
Það fór fram risaleikur í Lengjudeild karla í kvöld er Afturelding tók á móti Grindavík.
Grindavík reynir að tryggja sér umspilssæti fyrir lok tímabils en Afturelding er á toppnum eftir nú 16 umferðir.
Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 útisigur en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins í sumar.
Eftir stórkostlega byrjun hefur Afturelding gefið eftir og er án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum.
Liðið var taplaust eftir fyrstu 13 umferðirnar en eftir 5-2 tap gegn ÍA er einhver skjálfti í mönnum.
Afturelding er enn með sex stiga forystu á toppnum en ÍA fylgir fast á eftir og á leik til góða.