fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Jóhann Berg ræðir stórleik morgundagsins – „Geggjað að byrja á þessum leik“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley verða í eldlínunni annað kvöld í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þar er andstæðingurinn Manchester City.

Burnley er nýliði í ensku úrvalsdeildinni eftir stutt stopp í B-deildinni, en liðið rúllaði henni upp undir stjórn Vincent Kompany.

„Þetta er geggjað að byrja á þessum leik. Opnunarleikur á föstudagskvöldi á móti meisturunum, það verður ekki mikið betra,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson við Þungavigtina um viðureign morgundagsins gegn þreföldum meisturum City.

Burnley vonast til að mikið álag á City á öllum vígstöðvum í vor komi til með að hjálpa.

„Þeir voru að spila langt fram á sumar, unnu þessa þrennu og það getur verið erfitt að gíra sig í gang. En við vitum hversu góðir þeir eru og við þurfum að eiga algjöran toppleik til að eiga einhvern séns.“

Burnley spilar afar skemmtilegan fótbolta undir stjórn Kompany og mun Belginn ekki bregða út af vananum gegn sínu fyrrum liði á morgun.

„Hann hefur sinn fótbolta og veit hvernig hann vill spila. En auðvitað eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vera með á hreinu á móti liði eins og City. Þeir eru eins og við, breyta um leikkerfi hvenær sem er í leiknum og við þurfum að geta gert það líka,“ segir Jóhann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG