Real Madrid hefur orðið fyrir miklu áfalli því Thibaut Courtois er með slitið krossband.
Belgíski markvörðurinn, sem er einn sá allra besti í heimi, meiddist á æfingu á morgun og fór af velli í tárum ef marka má fréttir.
Hann þarf að gangast undir aðgerð og ljóst að hann verður frá í langan tíma.
Real Madrid er þegar farið út á markaðinn í leit að markverði í hans stað.
Tímabilið á Spáni hefst um helgina og mætir Real Madrid Athletic Bilbao.