Sigurður Ragnar Eyjólfsson er hættur með Keflavík og mun ekki þjálfa liðið út þetta tímabil.
Þetta segir Kristján Óli Sigurðsson í kvöld en hann er einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Þungavigtin.
Kristján er með heimildarmenn umt allt land og fullyrðir það að Siggi Raggi sé nú hættur hjá Keflvíkingum.
Fyrr á tímabilinu staðfesti Keflavík að Siggi Raggi myndi hætta eftir tímabilið en um var að ræða sameiginlega ákvörðun.
Kristján segir að tap gegn HK í Bestu deildinni í gær hafi verið síðasti naglinn í kistuna og að nú sé verið að breyta til fyrr en áætlað var.
Sigurður Ragnar hættur hjá Keflavík.
Halli Guðmunds tekur líklega við.
Tapið gegn HK síðsti naglinn í kistuna.
Unnið gott starf.
Nánar í Þungavigtinni í kvöld.#HeimavinnaHöfðingjans
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 10, 2023