Antolena Roccuzzo er búin að eignast nýja ‘bestu vinkonu’ samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum.
Margir kannast við nafnið en um er að ræða eiginkonu Lionel Messi og hafa þau verið saman í langan tíma eða síðan þau voru unglingar.
Roccuzzo er nú orðin góðvinkona Victoria Beckham en hún er eiginkona David Beckham sem er eigandi Inter Miami.
Messi samdi einmitt við Miami í sumar og er fjölskylda hans nú búsett í Bandaríkjunum í fyrsta sinn.
Mynd var birt á Instagram síðu Roccuzzo þar sem má sjá hana ásamt Beckham og öðrum ‘drottningum’ í Miami eins og bandarískir miðlar orða það.
Elena Galera og Andrea Rajacic eru einnig á myndinni en það eru eiginkonur Sergio Busquets og Thierry Henry.