Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, segir að sitt fyrrum félag sé að haga sér vandræðalega í þessum ágæta sumarglugga.
Liverpool er að reyna að fá Romeo Lavia frá Southampton en þriðja boð liðsins í leikmanninn var hafnað.
Liverpool bauð 45 milljónir í Lavia sem er miðjumaður en Southampton heimtar 50 milljónir punda.
Carragher segir Liverpool að annað hvort borga verðmiðann eða þá snúa sér að Moises Caicedo sem spilar með Brighton og er talinn vera á leið til Chelsea.
,,Þetta er vandræðalegt. Liverpool hefur í mörg ár náð að koma félagaskiptum í gegn mjög snögglega og án vandræða,“ sagði Carragher.
,,Ef þú telur að það sé ekki virði að borga 50 milljónir punda fyrir hann, horfðu annað, ef þú vilt hann svo mikið þá borgaðu upphæðina.“
,,Ég skil ekki af hverju Liverpool er ekki að reyna við Caicedo, já þetta er stór upphæð en þeir fengu mikla peninga fyrir bæði Jordan Henderson og Fabinho.“