Chelsea lagði í gærkvöldi fram tilboð í Romeo Lavia, leikmann Southampton, sem hljóðar upp á 48 milljónir punda. Liverpool hefur verið á eftir leikmanninum lengi.
Lavia er aðeins 19 ára gamall en var lykilmaður á miðju Southampton sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Það er því nokkuð ljóst að hann mun leita annað.
Southampton hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á Lavia. Liverpool hefur þrisvar sinnum lagt fram tilboð en aldrei hærra en 45 milljónir punda. Það er ekki nóg og virðist Chelsea ætla að nýta sér það.
Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, tjáir sig reglulega um málefni félagsins á samfélagsmiðlum og er greinilega allt annað en sáttur við nýjustu fréttirnar. Hann baunar á eigendur.
„Takk fyrir þetta FSG, vel gert,“ skrifar Enrique.
Hann er annar fyrrum leikmaður sem gagnrýnir eigendurna á skömmum tíma. Sjálfur Jamie Carragher lét í sér heyra á dögunum.
„Þetta er vandræðalegt. Í áraraðir hefur Liverpool samið um kaup á leikmönnum án vandræða. Ef þið teljið hann ekki 50 milljóna punda virði, leitið þá annað. Ef þið viljið hann virkilega, borgiði.“