fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

De Bruyne talaði við dómarana og leikmenn Arsenal og fékk sömu svör – ,,Það er ekkert vit í þessu“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 18:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, er alls ekki hrifinn af nýju reglunni í enskui úrvalsdeildinni.

Mun meiri tíma verður bætt við á Englandi á þessu tímabili er boltinn er ekki í leik og á það við um allar deildir sem og bikarkeppnir.

Man City spilaði nýlega við Arsenal í Samfélagasskildinum þar sem það síðarnefnda jafnaði metin á 101. eftir að 13 mínútum var bætt við venjulegan leiktíma.

Man City tapaði leiknum að lokum í vítakeppni og er Belginn alls ekki hrifinn af þessari nýju reglu.

,,Við ræddum við leikmenn Arsenal og jafnvel við dómarana – þeir virðast ekki vera hrifnir af þessu en þetta er ný regla og það er staðan,“ sagði De Bruyne.

,,Eins og í leiknum gegn Arsenal, jafnvel í fyrri hálfleiknum voru þrjár mínútur aukalega, þú getur aðeins ímyndað þér hvað gerist gegn liði sem vill tefja leikinn allan tímann.“

,,Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega og ég býst við að leikirnir verði lengdir um allt að 25 mínútur. Við sjáum hvernig þetta fer en það er ekkert vit í þessari reglu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn