Manchester City hefur nú mikinn áhuga á Lucas Paqueta, leikmanni West Ham. Helstu miðlar greina frá þessu.
Paqueta er 25 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir West Ham frá Lyon í fyrra. Brasilíumaðurinn fór nokkuð hægt af stað en varð svo lykilmaður í liði David Moyes sem vann Sambandsdeildina í vor.
Pep Guardiola er mikill aðdáandi leikmannsins og hefur City spurst fyrir um hann með 70 milljóna punda tilboð í huga. West Ham tjáði þreföldu meisturunum að það þyrfti hærri upphæð til.
West Ham vill alls ekki selja Paqueta en félagið missti auðvitað Declan Rice til Arsenal fyrr í sumar.
Sjálfur er Paqueta þó meira en til í að fara til City.
Annars er það að frétta af West Ham að James Ward-Prowse er líklega að koma frá Southampton.