Barcelona á Spáni fylgist grant með gangi mála hjá sóknarmanninum Philippe Coutinho hjá Aston Villa.
Coutinho var seldur til Villa frá Barcelona síðasta sumar og kostaði þá ensku 20 milljónir evra.
Coutinho er talinn vera á förum frá Villa í sumar en lið í Sádí Arabíu hafa til að mynda sýnt honum áhuga.
Um er að ræða 31 árs gamlan leikmann sem var frábær fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í mörg ár.
Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og mun fá 50 prósent af því fé sem annað félag borgar fyrir Coutinho.
Börsungar hafa engan áhuga á að fá Coutinho til baka en hann skoraði aðeins eitt mark í 22 leikjum í vetur.