Það eru ekki allir eins og maður að nafni Rob Shannon sem ákvað að velja knattspyrnuna frekar en hjónabandið og í dag 64 ára gamall sér hann eftir engu.
Rob hefur ekki misst af leik Birmingham City í 50 ár en hann hefur mætt á alls 2,300 leiki í röð sem er ótrúleg tala.
Eiginkona hans hótaði skilnaði á sínum tíma og sagði hann elska félagið meira en sig – eitthvað sem Rob þurfti bara að viðurkenna að lokum.
Rob hefur séð liðið spila í öllum fjórum efstu deildum Englands þar á meðal ensku úrvalsdeildinni um tíma.
Ekki nóg með það þá er einn sonur Rob, Andrew, skírður í höfuðið á heimavelli Birminghan, St. Andrew’s stadium.
,,Hún var vön því að segja við mig: ‘þú elskar þá bláu meira en mig.’ Ég grínaðist alltaf og sagðist elska Aston Villa meira en hana,“ sagði Shannon en Villa eru grannarnir í sömu borg.
,,Ég fór fyrst á leik með foreldrum mínum 1962-1963 og hef elskað að gera það síðan. Þetta varð að þráhyggju. Ég stóð með þeim í gegnum allt saman.“
,,Fólk segir að ég hafi séð hápunktana og lágpunktana en þeir voru nú meira í lægri hlutanum.“
Rob segist ekki sjá eftir því að hafa skemmt hjónabandið og mun halda áfram að mæta á alla leiki svo lengi sem það sé í boði.