fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Tjá sig um atvikið sem var á allra vörum: Sakaður um rasisma og niðurlægjandi orð – ,,Þeir ákváðu að standa með honum“

Victor Pálsson
Mánudaginn 7. ágúst 2023 07:30

Guardiola og Sane spjalla. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Sadio Mane, Bacary Cisse, hefur tjáð sig um umdeilt atvik sem átti sér stað hjá Bayern Munchen á síðustu leiktíð.

Þar áttust við Mane og liðsfélagi hans Leroy Sane en sá síðarnefndi er sagður hafa kýlt liðsfélaga sinn í andlitið.

Þeir hafa nú grafið öxina en Mane hefur kvatt Bayern og skrifaði undir samning við Al-Nassr í Sádí Arabíu.

Cisse hélt því fram á sínum tíma að Sane hefði sagt rasíska hluti í garð Mane sem varð til þess að sá síðarnefndi missti stjórn á skapi sínu.

,,Allir sem fylgjast með fótbolta í Evrópu vita það að Sane spilar sig mjög stórt. Sadio á móti er mjög rólegur og hefur sýnt það alls staðar þar sem hann leikur,“ sagði Cisse.

,,Sane fór yfir strikið. Það var mikið rangt skrifað á þessum tímapunkti varðandi hvað átti sér stað. Mikið ógeð kom úr þýsku miðlunum.“

,,Þeir ákváðu að standa með Sane gegn Sadio. Þeir sögðu að Sadio hafi verið sektaður um 500 þúsund evrur sem er lygi.“

,,Sane var ekki lengi að biðjast afsökunar eftir það sem átti sér stað. Af hverju? Því hann vissi að hann væri sökudólgurinn.“

Cisse var svo spurður út í það hvort Sane hafi látið rasísk ummæli falla um liðsfélaga sinn.

,,Já, klárlega. Ég get ekki farið út í smáatriðin þess vegna bendi ég á vinnubrögð Bayern. Þetta er klikkun.“

Bayern hefur nú svarað fyrir þessu ummæli Cisse og harðneitar því að eitthvað rasískt hafi átt sér stað.

,,Við vitum af þessum ásökunum og höfum rætt við Leroy. Hann var mjög skýr og neitaði því að hann hafi aldrei látið slík orð falla.“

,,Við eyddum tveimur dögum í að tala við alla aðila og komumst í gegnum þetta. Fyrir okkur þá er þetta mál búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn