Enski landsliðsmaðurinn James Justin er ákveðinn í því að spila með Leicester City á þessu tímabili í ensku Championship-deildinni.
Justin hefur leikið með Leeds undanfarin fjögur ár en hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í fyrra.
Meiðsli hafa sett strik í reikning leikmannsins sem var orðaður við önnur stórlið í efstu deild á sínum tíma.
Leicester féll úr úrvalsdeildinni síðasta vetur en Justin hefur engan áhuga á því að kveðja og ætlar að spila með liðinu á tímabilinu.
,,Ég var bara að upplifa hápunkt ferilsins og svo breytist það í meiðsli og fall úr ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Justin.
,,Ég verð hér áfram. Leicester ákvað að treysta mér eftir að ég komst upp úr League One með Luton fyrir fjórum árum.“
,,Þetta félag hefur gert svo mikið fyrir minn feril og hefur haldið sig við mig í gegnum meiðslin. Ég ætla að hjálpa liðinu að komast upp.“