Andre Onana, markmaður Manchester United, afsakaði sig ekki eftir mark sem hann fékk á sig gegn Lends í æfingaleik.
Þetta var fyrsti leikur Onana fyrir Man Utd en hann gekk í raðir liðsins frá Inter Milan í sumarglugganum.
Onana fékk á sig sérstakt mark í 3-1 sigri en leikmaður Lens, Florain Sotoca, skoraði mark frá miðjuboganum sem fór alla leið í netið.
Það var ekki Onana að kenna að liðsfélagar hans hafi misst boltann til franska liðsins og var hann ekki tilbúinn í teignum.
Hann er þó ekki að afsaka sig eða kenna öðrum um og kennir engum um nema sjálfum sér.
,,Eins og ég hef alltaf sagt þá er það mér að kenna ef við fáum á okkur mörk. Ég er stóri maðurinn í markinu svo ég tek alla gagnrýnina, öll ábyrgðin er á mér,“ sagði Onana.