Stuðningsmenn Paris Saint-Germain eru margir áhyggjufullir eftir nýjustu myndina sem birtist af stjörnunni Kylian Mbappe.
Mbappe er leikmaður liðsins en hann hefur sterklega verið orðaður við brottför í þessum sumarglugga.
Talið er að Real Madrid sé það lið sem Mbappe vilji spila fyrir en hann horfði mikið á leiki liðsins sem táningur.
Mbappe hefur neitað að framlengja samning sinn til 2025 og verður því samningslaus næsta sumar.
Í gær birtist mynd af Mbappe ásamt Rodrygo, leikmanni Real, en myndin var á Instagram síðu þess síðarnefnda.
Margir óttast að Mbappe sé að færast nær Real Madrid sem gæti þurft að selja eða þá missa hann frítt til Spánar næsta sumar.