Manchester United virðist ætla að losa sig við mögulega fjóra markmenn í þessum sumarglugga sem er í gangi.
Man Utd hefur nú þegar losað sig við David de Gea sem og Nathan Bishop sem samdi við Sunderland.
Nú er markmaðurinn Matej Kovar einnig á förum frá félaginu en hann er 23 ára gamall og lék með Sparta Prague á láni í fyrra.
Bæði Hull og Red Star sem leikur í Serbíu eru að skoða það að semja við Kovar sem hefur enn ekki spilað leik á Old Trafford.
Möguleikarnir eru þó fáir í Manchester ef Kovar fer en Dean Henderson, varamarkmaður Man Utd, ku einnig vera á förum.
Rauðu Djöflarnir sömdu við Andre Onana í sumar sem kom frá Inter Milan en hver verður varamarkvörður liðsins í vetur er mjög óljóst.