Ousmane Dembele, leikmaður Barcelona, gæti neyðst til að æfa enn lengur með félaginu miðað við frétt Sport á Spáni.
Dembele vill komast burt frá Barcelona í sumar og er félagið búið að vera í viðræðum við Paris Saint-Germain í langan tíma.
Nú styttist í að spænska deildin hefjist að nýju og gæti Dembele þurft að æfa með Börsungum næstu daga eða vikur.
Ástæðan er sú að PSG er enn að bíða eftir öllum skjölum og gögnum frá Barcelona til að ganga frá skiptunum.
Barcelona gæti verið að tefja viljandi en Dembele má svo sannarlega ekki æfa með PSG áður en allir pappírarnir fara í gegn.
Læknisskoðun Dembele átti að fara fram á laugardag en var frestað til dagsins í dag og gæti frestunin verið töluvert lengri.