West Ham á Englandi er búið að finna arftaka Declan Rice sem skrifaði undir hjá Arsenal í sumar.
Frá þessu greinir AD í Hollandi en leikmaðurinn umtalaði er hinn öflugi Edson Alvarez hjá Ajax.
Alvarez hefur verið orðaður við lið í Englandi áður en hann getur leyst stöðu miðvarðar sem og spilað á miðjunni.
Samkvæmt AD hefur Alvarez samþykkt að skrifa undir fimm ára samning við West Ham en kaupverðið er ekki gefið upp.
Chelsea sýndi leikmanninum áhuga í fyrra en hann verður samningslaus í Hollandi árið 2025.