Stuðningsmenn skoska stórliðsins Rangers hafa fengið viðvörun fyrir leik gegn Servette í Meistaradeildinni.
Rangers mun heimsækja Servette næst í forkeppni Meistaradeildarinnar en það síðarnefnda sló óvænt Genk úr leik í síðustu umferð.
Stuðningsmenn Rangers eru hvattir til þess að kaupa ekki mat á heimavelli Servette, Stade de Geneve.
Margir hafa tjáð sig um mynd sem birtist af matnum sem er í boði á heimavelli svissnenska liðsins og kalla það glæp að borga 1200 krónur fyrir þessa máltíð.
Um er að ræða brauð og einhvers konar pylsu en undirritaður er ekki viss um hvað er verið að bjóða upp á.
,,Ég hef séð fangelsi bjóða upp á girnilegri mat,“ skrifar einn við myndina og bætir annar við: ,,Þetta er hreinlega glæpur.“
Myndina má sjá hér.