Nýi bíll stórstjörnunnar Jack Grealish hefur svo sannarlega vakið athygli hjá fjölmörgum enskum miðlum.
Grealish er eins og aðrir leikmenn Man City á æfingum hjá félaginu þessa stundina en nú er stutt í að enska úrvalsdeildin hefjist á ný.
Man City átti stórkostlegt tímabil í vetur og vann þrennuna en missti aðeins af deildabikarnum.
Grealish hefur fjárfest í nýrri bifreið sem er ljósblá líkt og treyjur Man City sem vekur mikla athygli.
Búist er við að Grealish hafi beðið um þessa liti sjálfur en bíllinn kostaði leikmanninn 210 þúsund pund eða 35 milljónir króna.