fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Hjónabandið í vaskinn eftir ákvörðun sem hann sér mikið eftir: Varar fólk við bransanum – ,,Haldið ykkur frá þessu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 12:00

Pennant og Chloe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Pennant, fyrrum stjarna Liverpool og Arsenal, hefur tekið þátt í tveimur raunveruleikaþáttum á Englandi.

Um var að ræða þættina Celebrity Big Brother sem og Celebs Go Dating sem kostaði hann að lokum hjónaband sitt. Pennant var áður giftur Alice Goodwin í níu ár.

Pennant sást reyna við konu að nafni Chloe Ayling í Big Brother á sínum tíma, eitthvað sem eiginkona hans á þeim tíma var alls ekki sátt við.

Pennant sást aldrei nefna við Chloe að hann væri giftur maður en stjarnan segir að það sé ekki honum sjálfum að kenna.

Pennant og Chloe tóku bæði þátt í Celebs Go Dating til að reyna að bjarga hjónabandinu ári seinna en það gekk að lokum ekki upp.

,,Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi þegar ég tók þátt í Celebrity Big Brother. Hvernig þeir klippa myndefnið, það gerir þetta 100 sinnum verra,“ sagði Pennant.

,,Þeir eru að sýna fimm mínútur af 24 klukkutímum. Það komu tímar þar sem ég ræddi ekki einu sinni við konu.“

,,Ég hvet knattspyrnumenn til að halda sig frá raunveruleikaþáttum. Það kemur ekkert gott úr þessu, þetta snýst allt um dramatíkina, þeim er alveg sama hvort þú kemur út vel eða illa. Þetta snýst um að skemmta fólki.“

,,Ég myndi ekki hvetja einn einasta mann til að taka þátt í þessu, ekkert gott getur mögulega gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Í gær

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique