Brasilíumaðurinn Neymar er ‘ódýrasti’ leikmaður í sögu Paris Saint-Germain að sögn umboðsmannsins fræga Andre Cury.
Neymar kostaði PSG yfir 200 milljónir evra á sínum tíma og varð um leið dýrasti leikmaður heims er hann kom frá Barcelona.
Cury telur þó að Neymar hafi svo sannarlega borgað verðið til baka ekki bara á vellinum heldur einnig á félagaskiptamarkaðnum.
Cury segir að hann sé eina ástæðan fyrir því að aðrar stjörnur hafi samþykkt það að ganga í raðir franska liðsins undanfarin ár.
,,Það er ekki hægt að setja verðmiða á það sem Neymar hefur gert fyrir PSG. Hann er ódýrasti leikmaður í sögu félagsins vegna það sem hann hefur gert fyrir félagið markaðslega séð er magnað,“ sagði Cury.
,,Þú getur ferðast hvert sem er í heiminum og þar muntu líklega sjá strák í PSG treyju en þeir vissu ekki hvaða lið þetta var áður fyrr. Að lokum sáum við leikmenn eins og Lionel Messi, Kylian Mbappe og Angel Di Maria koma þangað.“