Florian Sotoca mun ekki gleyma deginum í dag í bráð en hann skoraði gegn Manchester United.
Um er að ræða leikmann Lens í Frakklandi sem skoraði með geggjuðu skoti frá miðjuboganum.
Um var að ræða fyrsta mark leiksins en Andre Onana, markmaður Man Utd, var illa staðsettur í marki enska liðsins.
Mark Sotoca dugði alls ekki til en Man Utd átti eftir að skora þrjú mörk og vann sannfærandi.
Markið umtalaða má sjá hér.
🤣🤣Good to see United back in safe hands… pic.twitter.com/ufVoMqrSZA
— Piers Morgan (@piersmorgan) August 5, 2023