Manchester City hefur staðfest komu varnarmannsins öfluga Josko Gvardiol.
Um er að ræða króatískan landsliðsmann sem kostar Englandsmeistarana tæplega 80 milljónir punda.
Gvardiol kemur til Man City frá RB Leipzig en félagaskiptin hafa legið í loftinu í allt sumar.
Um er að ræða aðeins 21 árs gamlan miðvörð sem lék vel með króatíska landsliðinu á HM í sumar.
Gvardiol verður númer 21 hjá Man City og er næst dýrasti varnarmaður sögunnar.