Kærasta miðjumannsins Matteo Guendouzi kom til bjargar á dögunum er reynt var að ræna heimili þeirra í Cassis.
Guendouzi er fyrrum leikmaður Arsenal en hann var ekki heima er innbrotsjþjófarnir mættu á staðinn.
Kærasta Guendozi var ekki lengi að láta vita af sér og hringdi um leið í lögregluna sem mætti á staðinn stuttu seinna en ekki áður en þjófarnir komust inn.
Atvikið átti sér stað um klukkan 11 um kvöld en kærasta hans hafði heyrt undarleg hljóð fyrir utan íbúðina.
Hún reif um leið upp símann og hringdi í lögregluna og voru þjófarnir farnir á brott stuttu seinna.
Þrátt fyrir símtalið tókst þjófunum að stela Rolex úri í eigu Guendouzi sem er talið kosta um 200 þúsund evrur.