Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur gagnrýnt þá leikmenn sem hafa ákveðið að halda til Sádí Arabíu í sumar.
Laporta er þar að gagnrýna margar stjörnur sem eru að elta peningana í Sádí Arabíu þar sem þeir fá svakaleg vikulaun.
Það er líklega ekki rangt en Sádí Arabía borgar leikmönnum mun hærri laun en þeir geta fengið í Evrópu.
Leikmenn eins og Cristiano Ronaldo, N’Golo Kante, Jordan Henderson, Sadio Mane, Marcelo Brozovic, Sergej Milinkovic-Savic , Karim Benzema og Roberto Firmino hafa skrifað undir í landinu svo eitthvað sé nefnt.
,,Þegar leikmaður, með fullri virðingu, vill frekar fara til Sádí Arabíu þá er það ekki íþróttaleg ákvörðun,“ sagði Laporta.
,,Það eru aðrar ástæður á bakvið þetta en fótboltinn þarf alltaf að vera í fyrirrúmi.“