ÍBV 0 – 2 Stjarnan
0-1 Joey Gibbs (’89)
0-2 Hilmar Árni Halldórsson (’90)
Stjarnan virðist vera á hraðri uppleið þessa dagana og vann afskaplega góðan sigur í Vestmannaeyjum í dag.
Um var að ræða svokallaðan Þjóðhátíðarleik en þeir bláklæddu voru einu markaskorar dagsins.
Joey Gibbs komst loksins á blað fyrir Stjörnumenn og skoraði sitt fyrsta mark í sumar á 89. mínútu.
Það var svo í uppbótartíma sem Hilmar Árni Halldórssonm bætti við öðru til að gulltryggja gestunum frábæran sigur.