fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Vilhjálmur segir að í ljósi tíðindanna verði aðrir að skoða stöðu sína – „Það er búið að skekkja keppnina með þessari löglausu ákvörðun“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að félög í Bestu deildinni þurfi nú að skoða stöðu sína eftir að KSÍ aflétti félagaskiptabanni FH á dögunum. Hann segir ákvörðunina ekki standast lög.

FH hafði upphaflega verið dæmt í bannið vegna vangoldinna greiðslna til Morten Beck Guldsmed sem var á mála hjá félaginu frá 2019 til 2021. Því var svo skyndilega aflétt án þess að staðið hafi verið við neinar greiðslur til leikmannsins sem Vilhjálmur, sem er lögmaður Mortens Beck, segir að hann eigi inni.

Meira 
Harðorður Vilhjálmur segir Davíð fara með rangt mál og baunar á KSÍ – „Þessi ákvörðun er algjörlega löglaus“

„FH er í keppni um sæti í Evrópukeppni. Þú þekkir hvað Evrópupeningarnir skipta miklu máli í íslenskum fótbolta. Geta liðin sem eru að keppa við FH, Stjarnan, KR, KA, geta þessi lið verið ósátt?“ spurði Hjörvar Hafliðason Vilhjálm í hlaðvarpi sínu, Dr. Football.

Vilhjálmur tók þá til máls.

„Augljóslega. Niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ var allt í einu breytt einhverjum sex vikum eftir að dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu, án þess að þessi ákvörðun eigi sér nokkra stöð í lögum.

Eðlilega geta þessi lið klórað sér í hausnum yfir þessari ákvörðunartöku og ég veit það fyrir víst að þau skilja ekki neitt í þessari ákvörðun áfrýjunardómstólsins.“

Vilhjálmur bendir á að sú staðreynd að FH sé ekki lengur í félagaskiptabanni hafi bein áhrif á samkeppnisstöðu þeirra gagnvart öðrum liðum og í baráttunni um Evrópusæti. Félagið fékk til sín þá Grétar Snæ Gunnarsson, Arnór Borg Guðjohnsen og Viðar Ara Jónsson eftir að banninu var aflétt. Talið er að Viðar hafi verið á leið í Fram fyrir það.

„Vegna þessarar ákvörðunar, sem er löglaus með öllu, nær FH sér í þrjá nýja leikmenn og styrkir þannig stöðu sína í baráttunni um þetta Evrópusæti og alla þessa peninga á kostnað annarra liða. Það er búið að skekkja keppnina í Bestu deildinni með þessari löglausu ákvörðun.

Eins með Fram, sem var komið með munnlegt samkomulag við einn af þessum leikmönnum, svo gerist þetta í skjóli nætur seint á föstudagskvöldi, að þessi ákvörðun er tekin án þess að þetta sé einu sinni rætt við aðila málsins.

Ég held að önnur lið í Bestu deildinni hljóta að þurfa að skoða stöðu sína þegar lög og reglur KSÍ eru brotin með svona afdrifaríkum hætti af áfrýjunardómstól sambandsins,“ segir Vilhjálmur að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með