Nottingham Forest hafði samband við landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Gregg Berhalter, varðandi miðjumanninn Tyler Adams.
Frá þessu greinir Teamtalk en Adams ku vera á óskalista Forest fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Búist er við að Adams sé á förum frá Leeds en liðið féll úr efstu deild í vetur og vill Adams ekki leika í Championship deildinni.
Hvað Forest vildi fá að vita er óvíst eða hver svör Berhalter voru en miðjumaðurinn kom aðeins til Leeds í fyrra.
Hann er 24 ára gamall og var fyrir það hjá RB Leipzig og á einnig að baki 36 landsleiki fyrir Bandaríkin.
Hvort Adams vilji ganga í raðir Forest er einnig óvitað en hann þarf að spila í stærri deild til að halda sæti sínu í landsliðinu.