fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Lygileg frásögn Einars sem var á staðnum þegar eitt umdeildasta atvik sögunnar átti sér stað – „Það voru bara allir brjálaðir, allir að öskra og góla“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn frægasti leikur í íslenskri knattspyrnusögu var spilaður þann 4. júlí 2007 á milli ÍA og Keflavíkur. Bjarni Guðjónsson skoraði þar afar umdeilt mark fyrir Skagamenn. Einar Orri Einarsson var í liði Keflavíkur á þessum tímapunkti og rifjar hann leikinn upp í Þungavigtinni.

Það var á 79. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir ÍA sem leikmaður Keflavíkur sparkaði boltanum í innkast vegna meiðsla leikmanns ÍA. Skagamenn tóku innkastið og bjuggust við því að boltanum yrði sparkað aftur til Keflvíkinga eins og venjan er í slíkum tilfellum.

Bjarni skaut hins vegar frá miðju og skoraði, eitthvað sem hann og Skagamenn vildu meina að væri algjört óviljaverk.

Einar Orri var þarna á bekknum og var spurður út í viðbrögðin þar.

„Það var ekkert talað um neitt. Það voru bara allir brjálaðir, allir að öskra og góla,“ segir hann í Þungavigtinni.

Kappinn kom svo inn á en fékk rautt spjald fyrir svakalega tæklingu á Bjarna skömmu síðar.

„Það kom tækifæri. Þeir taka miðju og senda hann til baka á Bjarna. Ég var ekki mættur til að meiða hann en ég var mættur til að taka boltann og hann. Hann mátti alveg finna fyrir því.

Ég fer bara inn í klefa og heyrði lætin eftir leik. Þegar ég var að labba upp og inn í klefa var ekkert verið að klappa fyrir mér. Þetta var alvöru. Svo verður bara allt brjálað. Það var gjörsamlega allt tryllt þarna,“ segir Einar Orri en Keflvíkingar eltu Bjarna inn í klefa eftir leik.

„Menn voru bara öskrandi. Einhverjir vildu fara inn í Skagaklefann og einhverjir voru að öskra á hvorn annan. Þetta var svakalegt.“

Atvikið heltók umræðunni lengi vel á eftir. Einar Orri var meðal annars beðinn um að mæta í Kastljósið en varð ekki við því.

Einar Orri segist löngu vera búinn að fyrirgefa Bjarna í dag.

„Þetta er löngu grafið. Hann er frábær leikmaður en líklega smá dirty.“

Hér að neðan má sjá atvikið fræga sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í gær

Arsenal skrifaði söguna í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Í gær

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu