fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þungt högg í magann fyrir Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 07:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus verður ekki með Arsenal á fyrstu vikum nýs tímabils vegna meiðsla á hné.

Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en Jesus er lykilmaður.

Hann var ekki með Arsenal gegn Monaco í Emirates Cup í gær og sagði Mikel Arteta eftir leik að framherjinn hafi farið í aðgerð.

„Hann var að glíma við meiðsli á hné og við þurftum að leysa það,“ sagði spænski stjórinn.

Jesus mun því missa af leiknum gegn Manchester City um Samfélagsskjöldinn á sunnudag sem og fyrsta leik tímabilsins gegn Nottingham Forest helgina eftir það. Búast má við því að leikirnir verði fleiri.

Jesus glímdi einnig við sömu meiðsli í vetur og var frá í þrjá mánuði.

„Þetta er ekki mjög stórt en honum hefur liðið óþægilega undanfarnar vikur. Þetta tengist fyrri meiðslum hans. Þetta hefur pirrað hann og það þurfti að leysa. Við þurftum að taka ákvörðun og vildum við verja leikmanninn, ná honum til baka eins fljótt og hægt er. Við töldum best að láta skurðlækninn laga þetta,“ sagði Arteta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Í gær

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
433Sport
Í gær

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin