fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Ræddi atvikið sem var á allra vörum: Var mættur inn í klefa til að fagna en var dreginn í burtu – Þurfti að ræða við lögreglu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnar sig í Players Tribune í dag. Hann ræðir meðal annars atvik í leik gegn Tottenham á síðustu leiktíð.

Englendingurinn hefur verið á mála hjá Arsenal undanfarin tvö ár og verið hluti af miklum uppgangi liðsins.

Arsenal vann Tottenham 0-2 á útivelli á síðustu leiktíð en átök áttu sér stað eftir leik.

„Þetta hefði ekki getað verið betra kvöld. Við unnum 2-0 undir flóðljósunum og stuðningsmennirnir sem ferðuðust með okkur gjörsamlega trylltust úr fögnuði. Ég fór að sækja vatnsflöskuna mína eftir leik og ég hefði aldrei getað trúað því að stuðningsmaður Tottenham myndi sparka í bakið á mér,“ segir Ramsdale.

„Ég hef átt í smá stríði við stuðningsmenn um allt England og verið kallaður allt sem þið getið ímyndað ykkur. En það hefur aldrei gengið svona langt.

Þegar ég kom aftur í búningsklefann mátti ég ekki einu sinni fagna því ég var dreginn í burtu og beðinn um að gefa lögregluskýrslu.“

Atvikið átti sér stað á erfiðum tíma fyrir Ramsdale, en eiginkona hans var nýbúin að missa fóstur.

„Ég vorkenndi næstum gaurnum sem gerði þetta því ég hugsaði að ef hann þekkti mig og vissi hvað ég væri að ganga í gegnum núna væri ekki séns að hann hefði gert þetta. Ef við myndum hittast einn daginn og ræða fótbolta yrðum við örugglega vinir.“

Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United