Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnar sig í Players Tribune í dag. Hann ræðir meðal annars atvik í leik gegn Tottenham á síðustu leiktíð.
Englendingurinn hefur verið á mála hjá Arsenal undanfarin tvö ár og verið hluti af miklum uppgangi liðsins.
Arsenal vann Tottenham 0-2 á útivelli á síðustu leiktíð en átök áttu sér stað eftir leik.
„Þetta hefði ekki getað verið betra kvöld. Við unnum 2-0 undir flóðljósunum og stuðningsmennirnir sem ferðuðust með okkur gjörsamlega trylltust úr fögnuði. Ég fór að sækja vatnsflöskuna mína eftir leik og ég hefði aldrei getað trúað því að stuðningsmaður Tottenham myndi sparka í bakið á mér,“ segir Ramsdale.
„Ég hef átt í smá stríði við stuðningsmenn um allt England og verið kallaður allt sem þið getið ímyndað ykkur. En það hefur aldrei gengið svona langt.
Þegar ég kom aftur í búningsklefann mátti ég ekki einu sinni fagna því ég var dreginn í burtu og beðinn um að gefa lögregluskýrslu.“
Atvikið átti sér stað á erfiðum tíma fyrir Ramsdale, en eiginkona hans var nýbúin að missa fóstur.
„Ég vorkenndi næstum gaurnum sem gerði þetta því ég hugsaði að ef hann þekkti mig og vissi hvað ég væri að ganga í gegnum núna væri ekki séns að hann hefði gert þetta. Ef við myndum hittast einn daginn og ræða fótbolta yrðum við örugglega vinir.“
Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.
NEW FOOTAGE 📹 of a Spurs fan kicking Aaron Ramsdale. This angle shows the fan climb over the barrier and onto the advertising hoarding where he then kicks the keeper, whose Arsenal beat Tottenham 2-0. Spurs have vowed to ban the supporter for life.
— Men in Blazers (@MenInBlazers) January 16, 2023