Það var hart tekist á í hljóðveri í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þar opinberuðu meðlimir þáttarins, Ríkharð Óskar Guðnason, Kristsján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson, spá sína fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Enska úrvalsdeildin hefst 11. ágúst og eftirvæntingin er mikil. Í tilefni að því hentu þeir félagar í spá.
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Ríkharð setti Wolves í 11. sæti.
„Byrjar bullið,“ sagði Mikael þá og Kristján tók undir. „Þetta er ekki hægt.“
Ríkharð svaraði þó fyrir sig.
„Mike setur West Ham upp um þrjú sæti milli tímabila en þeir eru ekki búnir að fá neinn inn fyrir Declan Rice. Hvað er bullið?
Segið að ég sé að bulla, grjótið ykkur.“
Ríkhrað benti einnig á að Julen Lopetegui væri að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil sem stjóri Wolves.
„Er það bara gjörsamlega út úr kortinu að spá Úlfunum 11. sæti? Hvað er eiginlega að ykkur?“