fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Harðorður Vilhjálmur segir Davíð fara með rangt mál og baunar á KSÍ – „Þessi ákvörðun er því algjörlega löglaus“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar félagaskiptabanni FH var aflétt af Áfrýjunardómstól KSÍ. FH hafði upphaflega verið dæmt í bannið vegna vangoldinna greiðslna til Morten Beck Guldsmed sem var á mála hjá félaginu frá 2019 til 2021. Lögmaður hans segir að ákvörðunin standist ekki lög og reglur. 

„Það er auðvitað algjörlega óskiljanlegt og löglaust með öllu. Þetta mál var búið að fara fyrir tvær nefndir hjá KSÍ og síðan áfrýjunardómstól sambandsins sem komst að þessari niðurstöðu, að FH skildi sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil og greiða sekt. Það er nú bara þannig að það er hluti af réttarríkinu og lýðræðinu að niðurstöður dómstóla eru bindandi og endanlegar. Það var engin lagaheimild fyrir áfrýjunardómstól KSÍ til að breyta þessum dómi sínum eins og þeir gerðu. Það kemur skýrt fram í 6. grein reglna um áfrýjunardómstólinn að niðurstöður dómstólsins séu endanlegar og bindandi og eina leiðin til að breyta þeim, samkvæmt 12. grein, er að vísa þeim til ársþings KSÍ þar sem heimilt er að aflétta þessu með að minnsta kosti 2/3 greiddra atkvæða. Þessi ákvörðun er því algjörlega löglaus,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck í samtali við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Vilhjálmur var spurður út í það hvernig stæði þá að því að banninu hafi verið aflétt. „Það er mér algjörlega hulin ráðgáta. Ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann þá.

Málið hófst 2021

Hann vísar í reglur FIFA og að þeim hafi með engum hætti verið framfylgt í þessu tilfelli.

„Ef það á að aflétta félagaskiptabanni þarf viðkomandi félag að hafa staðið að fullu skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Það sé síðan ekki gert nema haft sé samband við kröfuhafann, sem í þessu tilfelli er Morten Beck.

Það liggur algjörlega fyrir að áður en þessi ákvörðun var tekin sendi ég, fyrir hönd Morten, póst á lögfræðing og framkvæmdastjóra KSÍ og upplýsti um það að þessi skuld hafi ekki verið gerð upp. Það lá algjörlega ljóst fyrir á þessum tímapunkti. Svo er það auðvitað með ólíkindum að þegar beiðnin um afléttinguna berst frá FH þá er þetta gert án þess að haft sé samband við hinn aðila dómsmálsins, Morten, og honum gefin kostur á að tjá sig um þessi framlögðu gögn hjá FH. Það var ekki gert. Við fengum heldur ekki afrit af ákvörðuninni eftir að hún var tekin heldur fréttum af þessu í fjölmiðlum.“

Vilhjálmur segir að málið hafi staðið yfir síðan 2021 og að FH hafi vitað af vongoldnum greiðslum til Mortens Beck frá þeim tíma. Félagið hefur verið á því að samningur leikmannsins hafi verið verktakasamningur en ekki launþegasamningur. Þar sem um launþegasamning er að ræða skuldi FH lífeyrissjóðsgreiðslur, skatta og fleira.

„Málið byrjar í raun og veru þannig að haustið 2021 hafa leikmannasamtökin samband við FH vegna vangoldinna greiðsla félagsins til Morten Beck. Meðal annars hafði Morten sótt um feðraorlof og fengið synjun á grundvelli þess að engri staðgreiðslu hafi verið skilað fyrir hann af hálfu FH, eins og hann hélt að hafi verið gert. Leikmannasamtökin eru svo í sambandi við FH í nokkra mánuði um greiðslu á þessu og uppgjör. Það er lagt til að þetta verði gert upp með því að FH borgi honum 2,4 milljónir sem byggði þá bara á launagreiðslum sem FH hafði greitt honum þetta samningstímabil. Þetta endar þannig að FH svarar þessu í engu.

Svo þarf FH að komast í gegnum leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2022. Þá senda þeir erindi á KSÍ og upplýsa um það að þeir séu skuldlausir við Morten en þeir hafi hins vegar ekki náð neinu sambandi við hann. Það skýtur auðvitað skökku við í ljósi þess að leikmannasamtökin voru búin að vera í sambandi við FH í sex mánuði á þessum tímapunkti og óska eftir uppgjöri á þessum fæðingarorlofsgreiðslum og fleiru.“

Davíð hafi farið með rangt mál

KSÍ hafði komist að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens Beck hafi verið launþegasamningur. Þrátt fyrir það var bannið fellt úr gildi.

„Það er síðan staðfest af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem dæmir FH í bann og til greiðslu sektar af kröfu Morten. FH áfrýjar málinu svo til áfrýjunardómstóls KSÍ sem staðfestir þessa niðurstöðu. Svo það liggur algjörlega ljóst fyrir að samningurinn er launþegasamningur.

Það hefur ekki verið gengið frá neinu uppgjöri. Morten hefur ekki fengið neina greiðslu, skatturinn ekki heldur og það liggur fyrir einhver samningur frá FH við lífeyrissjóð verslunarmanna þar sem þeir eru búnir að borga eina greiðslu af sjö. Það hefur því ekkert uppgjör farið fram sem er skilyrði samkvæmt þessum FIFA reglum sem áfrýjunardómstólinn vísar til. Dómstóllinn þverbrýtur því lög og reglur KSÍ með þessari ákvörðunartöku sinni.“

Það hefur mikið verið rætt upp upphæðina sem FH skuldar Morten Beck og hversu há hún er. Vilhjálmur var spurður út í hana.

„Upphaflega krafan var 2,4 milljónir. Það var búið að gefa FH einhvern afslátt af kröfunni og hefði FH getað gengið frá þessu máli með því að greiða þá fjárhæð allt frá því í október 2021 og þar til í mars 2022, þegar FH sendir þennan tölvupóst á KSÍ til að komast í gegnum leyfiskerfið og fullyrðir það að félagið sé skuldlaust við Morten.“

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardag að FH skuldaði Morten sjálfum ekki neitt, aðeins ríkissjóði. Þetta segir Vilhjálmir af og frá.

„Það er ekki rétt. FH skuldaði og skuldar Morten enn allan skatt vegna Mortens, félagið skuldar allar lífeyrissjóðsgreiðslur vegna Mortens fyrir utan 1/6. FH skuldar Morten enn greiðslu vegna feðraorlofs Mortens sem eru í kringum 2,5 milljónir, plús dráttarvexti og orlof miðað við það að samningurinn er launþegasamningur, plús félagsgjald og svona mætti lengi áfram telja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“