Thomas Tuchel hefur tjáð sig um brottför sóknarmannsins Sadio Mane sem er farinn til Sádí Arabíu.
Mane entist í aðeins eitt ár hjá Bayern en hann gerði frábæra hluti með Liverpool fyrir þau skipti.
Tuchel og Mane voru sammála um að það væri besdt fyrir alla ef Senegalinn myndi færa sig um set í sumar.
Mane skoraði 12 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern og hjálpaði liðinu að vinna þýsku deildina.
,,Við áttum gott faðmlag. Við vorum sammála því að við værum ekki hrifnir af stöðunni en að þetta væri það besta fyrir báða aðila,“ sagði Tuchel.
,,Ég skil að hann finni fyrir sársauka og ég er sjálfur ekki ánægður. Við náðum ekki því besta úr honum sem er mér að kenna.“