FCK 6 – 3 Breiðablik
0-1 Jason Daði Svanþórsson(’10)
1-1 Diogo Goncalves(’34)
2-1 Elias Achouri(’35)
3-1 Jordan Larsson(’37)
4-1 Orri Steinn Óskarsson(’45)
5-1 Orri Steinn Óskarsson (’47)
5-2 Kristinn Steindórsosn(’51)
6-2 Orri Steinn Óskarsson(’56)
6-3 Höskuldur Gunnlaugsson(’74)
Orri Steinn Óskarsson byrjaði seinni hálfleik FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni í kvöld á svakalegan hátt.
Orri Steinn og hans félagar spila við Breiðablik og eru á leið áfram í næstu umferð keppninnar.
Breiðablik komst yfir óvænt á Parken í kvöld en FCK svaraði seinna með þremur mörkum á þremur mínútum.
Orri skoraði svo fjórða mark liðsins undir lok fyrri hálfleiksins til að koma heimamönnum í 4-1.
Hann átti svo eftir að bæta við tveimur mörkum í seinni hálfleik til að fullkomna þrennu sína.
Blikar skoruðu tvö mörk áður en flautað var til leiksloka og lokatölur 6-3 fyrir FCK sem fer áfram samanlagt 8-3.