fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Furða sig á ummælum Hermanns: Ríkharð hélt að um grín væri að ræða en Kristján bendir á athyglisverða staðreynd – „Það myndi enginn segja svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV tapaði 6-0 fyrir Víkingi R. í síðustu umferð Bestu deildar karla. Þrátt fyrir þetta kvaðst þjálfarinn Hermann Hreiðarsson stoltur af liði sínu eftir tapið. Margir furða sig á ummælunum.

Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni.

„Þjófstartaði hann Þjóðhátíð? Viskí og romm í bland,“ grínaðist Kristján Óli Sigurðsson þar.

Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason tók til máls.

„Ég hélt þetta væri eitthvað grín. Hann er að taka einhvern hita af liðinu, taka pressu frá þeim með því að henda í þetta. Það myndi enginn segja svona.“

Mikael Nikulásson taldi svo ekki vera.

„Hemmi fer ekkert í viðtal og grínast með þetta. Heldurðu að leikmennirnir í meistaraflokknum myndu þá fara að trúa því?

Hann getur ekki verið stoltur af liðinu að tapa 6-0. Þeir voru út um allan völl í tómu rugli mest allan leikinn. Staðan er orðin 2-0 fyrir Víking eftir tíu mínútur og leikurinn bara búinn. Ég veit ekki alveg hvert Hemmi er að fara með þessu,“ sagði Mikael.

Kristján er allt annað en heillaður af ÍBV þessa dagana og telur að þeir muni falla niður um deild í haust.

„Fyrir mér eru þeir líklegastir til að fara niður með Keflavík akkúrat núna.

Þeir eiga 178 sendingar (í leiknum gegn Víkingi). Víkingar eiga 21 skot, þar af 8 dauðafæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið
433Sport
Í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Í gær

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn
433Sport
Í gær

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga
Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik