fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Furða sig á ummælum Hermanns: Ríkharð hélt að um grín væri að ræða en Kristján bendir á athyglisverða staðreynd – „Það myndi enginn segja svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV tapaði 6-0 fyrir Víkingi R. í síðustu umferð Bestu deildar karla. Þrátt fyrir þetta kvaðst þjálfarinn Hermann Hreiðarsson stoltur af liði sínu eftir tapið. Margir furða sig á ummælunum.

Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni.

„Þjófstartaði hann Þjóðhátíð? Viskí og romm í bland,“ grínaðist Kristján Óli Sigurðsson þar.

Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason tók til máls.

„Ég hélt þetta væri eitthvað grín. Hann er að taka einhvern hita af liðinu, taka pressu frá þeim með því að henda í þetta. Það myndi enginn segja svona.“

Mikael Nikulásson taldi svo ekki vera.

„Hemmi fer ekkert í viðtal og grínast með þetta. Heldurðu að leikmennirnir í meistaraflokknum myndu þá fara að trúa því?

Hann getur ekki verið stoltur af liðinu að tapa 6-0. Þeir voru út um allan völl í tómu rugli mest allan leikinn. Staðan er orðin 2-0 fyrir Víking eftir tíu mínútur og leikurinn bara búinn. Ég veit ekki alveg hvert Hemmi er að fara með þessu,“ sagði Mikael.

Kristján er allt annað en heillaður af ÍBV þessa dagana og telur að þeir muni falla niður um deild í haust.

„Fyrir mér eru þeir líklegastir til að fara niður með Keflavík akkúrat núna.

Þeir eiga 178 sendingar (í leiknum gegn Víkingi). Víkingar eiga 21 skot, þar af 8 dauðafæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“