fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Stórtíðindi gærdagsins af Helga komu lítið á óvart – „Segir kannski mikið um týpuna sem hann hefur að geyma“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 07:00

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur eftir dapurt gengi undanfarið. Málið var tekið fyrir í hlaðvarpsþætti Lengjudeildarinnar hér á 433.is.

Margir spáðu Grindvíkingum toppsætinu í Lengjudeild karla fyrir tímabil en gengið hefur verið arfaslakt. Eftir fína byrjun á tímabilinu er liðið nú í tíunda sæti, 4 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Helgi er nú hættur sem þjálfari Grindavíkur og sagði formaður félagsins, Haukur Guðberg Einarsson, í samtali við 433.is að ákvörðunin hafi verið tekin af frumkvæði Helga.

„Hann hefur hallast að því að hann gæti ekki náð meira út úr þessu liði og að þetta væri bara búið,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur 433.is um Lengjudeildina, í þættinum.

„Það var lítið að frétta fram á við og varnarlega voru þeir orðnir töluvert slakari en í byrjun móts. Ég held það sé best fyrir alla að finna nýjan þjálfara sem getur blásið lífi í þetta.“

Hrafnkell hrósar Helga fyrir að taka ákvörðunina sjálfur.

„Það er vel gert hjá Helga og segir kannski mikið um týpuna sem hann hefur að geyma. Hann hefur verið sanngjarn í öllum viðtölum, aldrei verið eitthvað trylltur eða misst hausinn.“

Hrafnkell var svo spurður út í það hvern hann sæji taka við sem þjálfari Grindavíkur.

„Sigurður Heiðar Höskuldsson (aðstoðarþjálfari Vals) með alvöru budget gæti gert góða hluti. Ég held það væri góð ráðning fyrir næsta tímabil til lengri tíma, að fá hann inn í fullt starf.

Óli Jó og Gústi Gylfa gætu komið inn í þetta núna og blásið lífi í þetta restina af mótinu.“ 

Verði nýr þjálfari ekki fundinn fyrir næsta leik Grindavíkur gegn gegn Vestra á miðvikudag verður Milan Stefán Jankovic aðalþjálfari í þeim leik.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi
433Sport
Í gær

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði